genium.is

Um verkefnið

Posted 11 years ago by genium

Hugmyndafræðin á bakvið plöntulykillinn hefur alla tíð snúist um að fræða og upplýsa.

Gagnvirkni spilar stórt hlutverk þar sem hugbúnaðurinn krefst þess af notanda að skoða plöntuna, velja fyrir ákveðnum einkennum og smella svo á snertiskjá í símanum sínum.

Þannig er notandinn leiddur í gegnum grasafræðina með skýringarmyndum.

Plöntulykillinn er því verkfæri fyrir alla aldurshópa, sem gefur áður óþekkta valmöguleika til upplýsinga um Flóru Íslands.

Frumkvæðið að plöntulyklinum átti Sigmundur Helgi Brink starfsmaður Landbúnaðarháskóla Íslands og fékk hann til liðs við sig Guðmund Frey Hallgrímsson forritara.

Styrktaraðilar verkefnisins eru: Impra Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Landbúnaðarháskóli Íslands, Náttúrufræðistofnun, Landgræðslan, Veiðimálastofnun og Hátækni.

Plöntulykillinn hefði aldrei orðið að því sem hann er nema fyrir tilstuðlan Harðar Kristinssonar grasafræðings og Söru Riel listamanns.

Hörður Kristinsson lagði til allan texta í lýsingum, ljósmyndir og grunn í útbreiðslukortin. Hörður lagði einnig til þau greiningaratriði sem notuð eru í lyklinum.

Sara Riel listamaður teiknaði allar skýringarmyndir í plöntulyklinum.

Verkefnið hefur verið í vinnslu frá 2010. Við sem að verkefninu höfum staðið vonum að sem flestir fái tækifæri til þess að nota plöntulykilinn við kennslu, í göngutúrnum og við alla almenna og faglega náttúruskoðun.

Sigmundur Helgi Brink og Guðmundur Freyr Hallgrímsson

Bookmark the permalink.

Comments are closed.