genium.is

Leiðbeiningar

Posted 11 years ago by genium

Plöntulykillinn opnast þegar notandinn smellir á upphafsmyndina, sem kemur á skjáinn þegar forritið er ræst.

Þar næst opnast skjámynd sem birtir lista með nöfnum og myndum af Flóru Íslands.

Notandinn getur þar valið um að leita eftir nafni, hvort sem það er á íslensku eða latnesku, eða smellt á hnappinn GREINA. (Sjá skjámyndir hér fyrir ofan)

Þegar smellt er á GREINA opnast fyrir notandanum hundruðir möguleika en þó eru aðeins fáir sýnilegir til að byrja með.

Einfaldasta greiningaraðferðin er að fara í valmöguleikann “Blóm” og að velja þar “Litur”, t.d. gulur og þá opnast listi með öllum gulum plöntum í íslensku Flórunni.

Síðan er hægt að smella aftur á greiningarhnappinn og velja aðra valmöguleika, t.d. “Laufblað” og greina þá plöntuna eftir strengjagerð laufblaða, blaðlögun, hæringu laufblaða o.s.frv.

Ef valið er að greina eftir blómi þá opnast möguleikar eins og fjöldi krónublaða, blómskipan, kynferði, fjöldi fræfla, lögun framenda og svo mætti lengi telja.

Með þessu móti heldur notandi áfram að greina plöntuna sem fyrir augu ber og takmarkar jafnframt þær plöntur sem koma til greina sem rétt svar í plöntulyklinum.

Einnig hefur notandinn valmöguleika um að fara í ákveðna tegundahópa eins og starir, grös, elftingar, tungljurtir, sef, burkna, jafna og vatnajurtir.

Öll hugtök t.a.m. “Fjöldi fræfla” eru útskýrð með skýringarmyndum sem hjálpa notanda við að auðkenna undraheim plantnanna.

Þegar notandinn hefur greint sig niður á ákveðna plöntu, hefur hann möguleika á því að lesa um hana, skoða útbreiðslukort, ljósmyndir og lista yfir öll einkenni plöntunar með skýringarmyndunum.

 

Bookmark the permalink.

Comments are closed.